Goðheimar 22, 104 Reykjavík (Vogar)
64.900.000 Kr.
Fjölbýli
6 herb.
162 m2
64.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1958
Brunabótamat
40.650.000
Fasteignamat
59.250.000

Eignin er komin í fjármögnunarferli.
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Goðheima.

Rúmgóð og björt sex herbergja íbúð í fjórbýlishúsi á þessum eftirsótta stað í Vogahverfinu.

Komið er upp á rúmgóðan stigapall. Þaðan er gengið inn í  hol sem tengir alla hluta íbúðarinnar saman.
Gestabaðherbergi er í holinu. Aðal baðherbergið er flísalagt, með baðkari og gamalli innréttingu.                                                                                         
Svefnherbergin í íbúðinni eru fjögur, tvö af þeim eru með skápum. Einnig er rúmgóður skápur á svefnherbergisganginum.  Svalir eru út af hjónaherberginu                                                        
Eldhúsið er rúmgott með stórum borðkrók. Eldhúsinnréttingin er gömul en heil. Skápapláss er gott og vinnuaðstaða góð.              
Tvær stórar samliggjandi stofur eru í íbúðinni, þar eru stórir gluggar og rúmgóðar svalir með fallegu útsýni.
Þvottahúsið er sameiginlegt með öðrum íbúðum, sér tengi er fyrir hverja þvottavél. Tvær sér geymslur í sameign fylgja íbúðinni.
Rúmgóður bílskúr fylgir íbúðinni.
Gólfefni íbúðarinnar eru parket og dúkur.  Samkvæmt eiganda hefur gler verið endurnýjað að hluta, búið er að leggja dren við húsið og fóðra lagnir, skipt hefur verið um járn á bílskúrsþaki, gluggar eru nýlega málaðir og búið er að endurnýja tröppur og stétt fyrir framan húsið. Inngangur er sameiginlegur með íbúð í risi.
Þetta er virkilega falleg eign í  töluvert endurnýjuðu húsi á  eftirsóttum stað  sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.