Langanes 7, 861 Hvolsvöllur
54.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
113 m2
54.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2014
Brunabótamat
48.200.000
Fasteignamat
31.700.000

Fasteignasalan Grafarvogi er með til sölu  glæsilegt sumarhús um fimm kílómetrum fyrir vestan Hvolsvöll á rétt við Rangá.  Sannkallaða glæsivillu..
Um er að ræða sumarhús af vönduðustu gerð með þremur stórum svefnherbergjum.
Húsið er sérstaklega hljóðeinangrað milli herbergja og hurðir eru það einnig.
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi og þrjú baðherbergi. Í tveimur herbergjum er gengið úr herbergi inn á bað og þaðan er hægt að ganga út á verönd. Eitt herbergi er með baði handan við ganginn og er einnig hægt að ganga út úr því út á verönd.
Öll loft eru klædd með birkikrossviði sem sagaður er í jafnar breiddir og er mjó fúa á milli platna.
Öll gólf eru flísalögð og er hljóðeinangrandi dúkur undir flísum.
Baðherbergin eru öll flísalögð frá gólfi til lofts. Það eru þrjár sturtur í húsinu og baðkar að auki í einu af baðherbergjunum. Í tveimur baðherbergjum eru bided- skálar ásamt salerni, handlaug í baðskáp og sturtu. Í öðru þeirra er baðkar að auki. Það eru innbyggð blöndunartæki í sturtum og öll blöndunartæki eru af vandaðri gerð.
Heitur pottur er á veröndinni og er hann með sjálfvirkum hitastilli sem heldur hitanum í fyrirfram ákveðnu hitastigi. Hann er með nudddælu og ljósi.
Í húsinu er öryggis- og brunaviðvörunarkerfi með hita og vatnsskynjara. Kerfið er tengt farsímabúnaði. Björgunarop eru út úr sérhverju rými hússins.
Í útveggjum er 6“ einangrun og 8“ einangrun í þaki. Húsið er staðbyggt á steyptri plötu og er burðavirki hússins gríðarlega sterkt.
Gólfhiti er í húsinu með sjálfvirkum hitastillum í herbergjum.  Varmaskiptir er á neysluvatninu þannig að kalt vatn er hitað upp með heitu vatni. Kísill kemur því ekki með vatninu og á það einnig við um vatnið í heita pottinum. Affall frá potti og affall frá hitagrind ásamt þakvatni fara í svelg sem er í lóðinni. Frárennsliskerfi fer í rotþró.  Kyndiklefi er utan á húsinu sem fellur inn í útlit hússins og er hurðin fyrir hann í samræmi við aðrar hurðir. Allar lagnagrindur eru í skápum.
Gler í gluggum er K-gler og eru gluggar og útihurðir úr áli/tré.
Forstofan er rúmgóð með stórum fataskáp. Í öllum herbergjum hússins eru fataskápar.
Eldhúsið er útbúið með vönduðum tækjum svo sem helluborði, háfi, sambyggðum baksturs og örbylgjuofni.
Rúmgott þvottahús með vandaðri innréttingu er inn af eldhúsinu.
Strimlagluggatjöld eru í stofu og eldhúsi og plíseruð í herbergjum og böðum.
Lóðin er frágengin með grasblett í kringum húsið, afgirt með trjám og hlið fyrir innkeyrslu sem er steypt líkt og bílaplanið. Það og verandir eru upplýstar með fjölmörgum ljósum og er þeim stjórnað með sjálfvirkum rofa. Köld útigeymsla er byggð inní skjólveggina. Húsið er kynt með hitaveitu.

Þetta er  virkilega glæsileg eign sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
                                                                        
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.