Oddsholt 7 , 805 Selfoss
28.500.000 Kr.
Sumarhús
3 herb.
70 m2
28.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2005
Brunabótamat
31.400.000
Fasteignamat
19.550.000

Fasteignasalan Grafarvogi kynnir glæsilegt sumarhús: Oddsholt 7 í Grímsnesi. 


Sumarhúsið sjálft er 70 fermetrar að stærð. Að auki er fallegt 20 fermetra svefnloft yfir hluta hússins, og er það ekki inni í skráðri fermetratölu. Húsið stendur á eignarlóð sem er alls 5.116 fermetrar.  Bústaður á einstaklega fallegum stað með frábært útsýni til allra átta.
 
Húsið er timburhús með bárujárnsklæddu þaki. Timburverönd er við framhlið hússins sem nær yfir á stóran og góðan sólpall við stofugaflinn. Lóðin er fallega gróin að stórum hluta með berjalandi. Í húsinu eru tvö svefnherbergi, svefnloft, baðherbergi og stórt bjart alrými.
 
Gengið er inn í flísalagða forstofu með góðum skáp. Huggulegt parketlagt herbergi er á vinstri hönd en gengt því er tréstigi upp á hlýlegt svefnloft undir súð. Stórt parketlagt herbergi er svo á hægri hönd og í því er innbyggður skápur og kommóða sem fylgir. Flísalagt baðherbergi er með sturtuklefa, vaskinnréttingu og hurð út á lóðina.  Alrými hússins er parketlagt og einstaklega bjart með glugga á þrjá vegu. Í stofunni er falleg kamína og milli stofu og borðstofu er hurð út á sólpallinn. Eldhúsið er í alrýminu og er með ljósri viðarinnréttingu og ágætis skápaplássi.  Í húsinu er einnig geymsla / þvottahús sem gengið er inn í af veröndinni. Varmadæla er í húsinu. Á lóðinni við húsið er einnig 8 fermetra frístandandi geymsluskúr.

Þetta er frábær eign á einstaklega góðum stað í sumarbústaðahverfi sem er lokað af með fjarstýrðu hliði og er því mjög friðsælt.

Nánari upplýsingar veitir:
Rúnar Örn Rafnsson,
nemi til löggildingar fasteignasala
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 771-5600
[email protected]
www.fastgraf.is


Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.