Eignin er komin í fjármögnunarferli
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Bakkastaði.Virkilega falleg og björt fimm herbergja endaíbúð með sér inngangi og bílskúr á þessum eftirsótta stað í Grafarvoginum.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og stórum fataskáp.
Baðherbergið sem hefur allt verið nýlega endurnýjað er með flísum á gólfi, fallegri innréttingu, upphengdu salerni og walk in sturtu.
Svefnherbergin í íbúðinni eru fjögur, þau eru öll rúmgóð með nýjum fataskápum. Út af hjónaherberginu eru svalir.
Eldhús er með fallegri nýlegri innréttingu og tækjum, Þar er mikið skápapláss og góð vinnuaðstaða. Allar borðplötur eru úr granít. Góður borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofa og borðstofa eru í björtu og fallegu rými með stórum gluggum á tvo vegu með miklu útsýni og útgengi út á svalir. Í miðrými íbúðarinnar er stórt sjónvarpshol.
Þvottahúsið er rúmgott með flísum á gólfi.
Íbúðin er með nýju parketi og nýjum innihurðum.
Eigninni fylgir rúmgóður bílskúr.
Í sameigninni er sér geymsla sem og sameiginleg hjólageymsla.
Þetta er virkilega falleg, mikið endurnýjuð eign á eftirsóttum stað sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is