Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Gerðhamra.Einstaklega glæsilegt og bjart sex herbergja vel skipulagt einbýlishús á einni hæð á þessum eftirsótta stað í Grafarvoginum.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi.
Úr forstofunni er komið inn í stórt alrými sem tengir saman alla hluta hússins.
Gestasnyrtingin er með flísum á gólfi og upphengdu salerni.
Svefnherbergin í húsinu eru fjögur, þau eru öll rúmgóð, fataskápar eru í þremur herbergjum. Eitt þessara herbergja er inn af forstofunni og er það á tveimur hæðum og er því tilvalið sem unglingaherbergi.
Eldhúsið sem hefur allt verið endurnýjað er mjög rúmgott er með fallegri innréttingu, eyju og miklu skápaplássi. Allar borðplötur eru út granít. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofa og sjónvarpsstofa eru í björtu og fallegu rými með stórum gluggum. Stór sólskáli er inn af stofunni og er hann ekki inn í fermetratölu hússins. Útgengt er úr stofunni út á stórann skjólgóðann sólpall.
Rúmgóð sjónvarpsstofa er í miðhluta hússins.
Baðherbergið hefur allt verið endurnýjað og er það flísalagt í hólf og gólf með fallegri innréttingu, upphengdu salerni, stórum sturtuklefa og baðkari.
Þvottahúsið er með góðri innréttingu og úr því er innangengt í bílskúrinn sem er mjög rúmgóður með stóru millilofti.
Gólfefni hússins eru flísar og parket. Hiti er í gólfum í forstofu og eldhúsi. Aukin lofthæð er yfir öllu húsinu.
Samkvæmt eiganda eru lagnir og fráveitulagnir í góðu lagi, gott ástand á gluggum og gleri og þaki hefur verið vel við haldið. Vatnsbretti að utan eru úr blágrýti og sólbekkir út granít.
Aftan við húsið er stór aflokaður timburpallur með heitum potti og grillkofa.Garðurinn í kringum húsið er stór og skjólgóður. Stórt hellulagt pan með hitalögn er fyrir framan bílskúrinn.
Þetta er virkilega fallegt og vel við haldið hús á eftirsóttum stað sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is