Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Þykkvabæ.Vel skipulagt og bjart fimm herbergja einbýlishús með bílskúr á þessum eftirsótta stað í Árbænum.
Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Úr forstofunni er innangengt í þvottahús.
Eldhúsið er mjög rúmgott. Þar er falleg, endurnýjuð innrétting með miklu skápaplássi og góðri vinnuaðstöðu. Rúmgóður borðkrókur er í eldhúsinu.
Stofan er mjög rúmgóð og björt með stórum gluggum. Útgengt er úr stofunni út í garð. Úr stofunni er einnig gengið út í Sólskálann.
Baðherbergið sem hefur allt verið endurnýjað er með walk in sturtu, fallegri innréttingu og upphengdu salerni.
Á svefnherbergisganginum er sjónvarpshol.
Svefnhverbergin eru fjögur þau eru öll með skápum. Úr hjónaherberginu er útgengt út í garðinn um nýlega rennihurð.
Garðurinn í kringum húsið er stór og skjólgóður.
Gólfefni eru korkur, parket og flísar.
Bílskúrinn hefur að hluta til verið innréttaður sem íbúð. Þar er snyrtileg eldhúsinnrétting, alrými sem er stúkað af í stofu og svefnherbergi og nýlega uppgert baðherbergi með upphengdu salerni og sturtu. Útgengt er úr bílskúrnum út í garðinn. Hiti er í planinu fyrir framan húsið.
Húsið stendur á frábærum, skjólsælum stað.
Samkvæmt eiganda hefur húsið verið töluvert endurnýjað.
Árið
2016 var bílskúrinn gerður að íbúð, gluggar þar voru lagaðir og skipt um gler, nýtt rafmagn var lagt í skúrinn. Lagnir fyrir heitt og kalt vatn voru endurnýjaðar ásamt því að endurnýja skólplögn.
Árið
2017 var húsið múrað að utan með hvítum múr, gluggar , þakkantur og skorsteinn málað.
Árið
2018 var baðherbergið endurnýjað, heitt og kalt vatn endurnýjað sem og ofnalögn frá inntaksgrind í bílskúr. Allar lagnir á baðherberbergi endurnýjaðar og hiti lagður í gólf þar. Einnig var skipt um fjóra glugga þetta ár.
Árið
2019 var eldhúsinnrétting endurnýjuð.
Árið
2021 voru lagnir fóðraðar frá brunni út í götu.
Árið
2022 voru gólfefni endurnýjuð og dregið nýtt rafmagn í húsið.
Þetta er virkilega fallegt fjjölskylduhús, sem bíður uppá mikla möguleika á eftirsóttum stað, þar sem stutt er í alla þjónustu svo sem skóla, leikskóla, heilsugæslu, verslun, íþróttastarf sem og útivistarparadísina í Elliðaárdalnum , sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is