Eignin er seld og er komin í fjármögnuarferli
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Vallengi.Falleg og björt endaíbúð á jarðhæð. Íbúðin er þriggja herbergja með
sér inngangi, vel skipulögð og mjög björt með fallegum og skjólsælum sólpalli, á barnvænum og eftirsóttum stað í Grafarvoginum, þar sem stutt er í alla þjónustu.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með stórum fataskáp.
Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, þar er walk in sturta, baðkar og falleg innrétting.
Alrými íbúðarinnar skiptist í stofu og eldhús, það er einstaklega rúmgott og bjart með glugga til tveggja átta. Eldhúsið er með fallegri innréttingu, mjög góðu skápaplássi og fínni vinnuaðstöðu. Eyja aðskilur stofu og eldhús. Úr stofunni er gengið út á einstaklega fallegan og skjólgóðan sólpall.
Svefnherbergin eru tvö, fataskápar eru í báðum herbergjum.
Rúmgott þvottahús er innan íbúðar með mjög góðu hilluplássi.
Hjóla og vagnageymsla er í sameigninni ásamt sér geymslu.
Gólfefni íbúðarinnar eru flísar og nýlegt parket.
Þetta er virkilega falleg eign í snyrtilegu sex íbúða fjölbýli á vinsælum stað í Grafarvoginum þar sem grunnskóli, leikskóli, Egilshöllin og Spöngin eru í næsta nágrenni, sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is