Rúnar Örn Rafnsson og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Þórsgötu 16a - hugglegt og vel skipulagt einbýlishús** EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA **Hér er um að ræða lítið og huggulegt einbýli (bakhús) á Þórsgötunni. Eignin er skráð skv. þjóðskrá 72,2 m² og er byggt úr holsteini og timbri.
Við húsið er stór nýlegur sólpallur, heitur pottur og lítill nýbyggður verkfæra/geymsluskúr.
Skv. fasteignaskrá er húsið byggt árið 1950, en rétt er að það er byggt í kringum 1922. Síðar var byggt við það að austanverðu (forstofa og baðherbergi) og enn síðar var sólskála bætt við húsið, sem nú hefur verið endurbyggður og breytt í stofu.
Aðkoma að húsi er frá Þórsgötu, en þaðan er gangstígur í gegnum lóð húss nr.16 sem stendur við götuna.
Nánari lýsing:Forstofa: Er mjög rúmgóð, flísalögð og með góðum fataskáp.
Stofa/ borðstofa: Eru í nýlegri viðbyggingu sem áður var sólstofa. Mjög bjart og huggulegt rými með flísalögðu gólfi. Úr stofu er gengið út á sólpallinn og einnig í heita pottinn og geymsluskúr.
Eldhús: Parket á gólfi, falleg viðarinnrétting og gaseldavél. Panelklæddir veggir.
Hol / gangur: Parketlagt rými fyrir miðju húsi. Góður nýlegur geymsluskápur. Stigi úr þessu rými upp á geymsluloft / svefnloft.
Svefnherbergi 1: Er rúmgott, með parket á gólfi og nýlegum skáp.
Svefnherbergi 2: Gengið er úr eldhúsi í þetta parketlagða herbergi. Panelklæddir málaðir veggir.
Baðherbergi: Er rúmgott og gengið í það frá forstofu. Flísalagt í hólf og gólf. Vaskinnrétting, sturta, salerni og góð innréting fyrir þvottavél.
Geymsluloft / svefnloft: Gott rými yfir meirihuta hússins. Búið er að opna upp í þetta rými með stiga úr holi /gangi, og útbúa þakglugga sem gjörbreytir nýtingarmöguleika og birtu rýmisins.
Heildarlóðin er skráð 329 m², sem deilist millli húsa 16 og 16a. Sér afnotaréttur er yfir helming lóðarinnar, auk umgengnisréttar á hinum hlutanum (við þórsgötuna).
Nýlegur og stór pallur er við húsið (sagður 56 m²). Pallurinn er vel afgirtur og því mjög skjólgóður.
Þessi eign er á frábærum stað í 101 Reykjavík. Stutt í alla grunnþjónustu og allt það sem miðborg Reykjavíkur hefur upp á að bjóða.
Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Rúnar Örn Rafnsson, löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 771-5600
[email protected]