Rúnar Örn Rafnsson og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Sogsbakka 5 - sumarhús í Grímsnes og Grafningshreppi.Sogsbakki 5 er glæsilegt heilsárshús á stórri eignarlóð í landi Ásgarðs við Sogið.
Húsið skiptist í forstofu, stofu/eldhús, 2 svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og svefnloft.
Í húsinu er hitaveita og gólfhiti.
Á lóðinni, sem er vaxin kjarrgróðri, er einnig lítill geymsluskúr byggður úr bjálkum, u.þ.b. 6 m².
Húsið er skráð skv. þjóðskrá 89,2 m² og stendur á eignarlóð sem er skráð alls 6.400 m².
Nánari lýsing:Gengið er inn í parketlagða forstofu með góðum skápum. Gangur inn af forstofu er einnig parketlagður. Svefnherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með góðum skápum og parket á gólfum. Baðherbergið er dúklagt og ágætlega rúmgott, góð baðinnrétting, sturtuklefi og upphengt salerni. Inn af baðherberginu er gott rými með góðri innréttingu sem nýtist sem þvottahús / geymsla. Úr þessu rými er útgengt á sólpallinn við heita pottinn. Stofa og eldhús eru í stóru og björtu parketlögðu rými með extra góðri lofthæð. Eldhús er með góðri viðarinnréttingu, vönduðum tækjum og góðu skápaplássi. Úr stofu er gengið út á stóran sólpall. Yfir hluta hússins er gott parketlagt svefnloft og er góður stigi þangað upp frá ganginum. Góður opnanlegur gluggi er á svefnloftinu.
Parket er á öllum gólfum nema baðherbergi og þvottahúsi sem er dúklagt. Veggir eru panelklæddir. Sólpallurinn er stór og góður og umlykur húsið á þrjá vegu. Á Sólpallinum er heitur pottur á skjólgóðum stað. Við pottinn er útisturta. Við húsið er nægt bílastæðapláss og gott aðgengi.
Á þessu svæði er auðvelt að sækja afþreyingu og þjónustu. Gönguleiðir eru víða, stutt í sundlaugar, veiði, golf og fleira. Ekki er langt að sækja í ferðamannastaði og náttúruperlur suðurlands, s.s. Gullfoss, Geysi, Skálholt, Laugarvatn o.s.frv. Ekki þarf að keyra nema u.þ.b. 16 km. til Selfoss með alla sína þjónustu.
Nánari upplýsingar um eignina veitir:
Rúnar Örn Rafnsson, löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 771-5600
[email protected]