Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Mosarimi.Virkilega falleg og björt, mikið endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi af svölum á góðum stað miðsvæðis í Grafarvogi.
Komið er inn á rúmgóða forstofu með fataskáp.
Baðherbergið sem hefur allt verið nýlega endurnýjað er flísalgt í hólf og gólf. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni og walk in sturta. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu og er mjög góð innrétting í kringum tækin.
Svefnherbergin í íbúðinni eru þrjú, þau eru rúmgóð og björt. Stór fataskápur er í hjónaherberginu.
Eldhúsið er með fallegri nýrri innréttingu og tækjum, Þar er mikið skápapláss og góð vinnuaðstaða.
Stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými með stórum gluggum. Útgengt er úr stofu út á sér svalir.
Í sameigninni er sér geymsla og sameiginleg hjólageymsla.
Íbúðin er með nýju parketi , nýjum flísum og nýjum innihurðum. Búið er að skipta um gler og ytra byrði glugga á annari hlið hússins.
Sér bílastæði fyrir framan húsið fylgir eigninni.
Þetta er virkilega falleg, mikið endurnýjuð eign á eftirsóttum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, svo sem, skóla, leikskóa og verslanir sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. fagleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is