Mosarimi 2, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
76.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
4 herb.
95 m2
76.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1994
Brunabótamat
47.400.000
Fasteignamat
63.500.000

Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Mosarimi.
Virkilega falleg og björt, mikið endurnýjuð fjögurra herbergja íbúð með sér inngangi af svölum á góðum stað miðsvæðis í Grafarvogi.

Komið er inn á rúmgóða forstofu með fataskáp.
Baðherbergið sem hefur allt verið nýlega endurnýjað er flísalgt í hólf og gólf. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni og walk in sturta. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu og er mjög góð innrétting í kringum tækin.                                                                                          
Svefnherbergin í íbúðinni eru þrjú, þau eru rúmgóð og björt. Stór fataskápur er í hjónaherberginu.                                                       
Eldhúsið er með fallegri nýrri innréttingu og tækjum, Þar er mikið skápapláss og góð vinnuaðstaða.          
Stofa og borðstofa eru í björtu og rúmgóðu rými með stórum gluggum. Útgengt er úr stofu út á sér svalir.
Í sameigninni er sér geymsla og sameiginleg hjólageymsla.
Íbúðin er með nýju parketi , nýjum flísum og nýjum innihurðum. Búið er að skipta um gler og ytra byrði glugga á annari hlið hússins.
Sér bílastæði fyrir framan húsið fylgir eigninni.


Þetta er virkilega falleg, mikið endurnýjuð eign á  eftirsóttum stað þar sem stutt er í alla þjónustu, svo sem, skóla, leikskóa og verslanir sem vert er að skoða.

Vantar allar gerðir eigna á skrá. fagleg og góð þjónusta.
 
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.