Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna Ystasel.Einstaklega fallegt og bjart einbýlishús á tveimur hæðum á frábærum stað í Seljahverfinu.
Á neðri hæð hússins eru tvær aukaíbúðir báðar með sér inngangi.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með flísum á gólfi og stórum fataskáp. Innangengt er úr forstofunni inn á flísalagt gestasalerni.
Baðherbergið sem er uppgert er flísalagt í hólf og gólf. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni baðkar og sturtuklefi.
Úr forstofunni er komið inn í rúmgott hol sem tengir saman alla hluta hússins.
Í svefnherbergis álmunni eru þrjú rúmgóð svefnherbergi. Skápar eru í öllum herbergjum. Úr hjónaherberginu er útgengt út í lítinn garðskála.
Eldhúsið er með sérsmíðaðri, vel með farinni, upprunalegri innrétingu, Þar er mikið skápapláss og virkilega góð vinnuaðstaða. Góður borðkrókur er í eldhúsinu. Úr eldhúsinu er innangengt í vel skipulagt búr.
Borðstofan er rúmgóð og björt og þaðan er útgengt út í garðinn. Úr stofunni er gengið út á stórar svalir.
Stofan er stór og vel skipulögð. Úr stofunni er útgengt út á skjólgóða, aflokaða verönd sem er á milli hússins og bílskúrsins. Þar er heitur pottur og garðskúr.
Á milli hæða er steyptur stigi. Niðri er stórt þvottahús og inngangur inn í aðra íbúðina sem þar er.
Neðri hæð.
Tvær íbúðir báðar með sér inngangi af sitthvorum gafli hússins.Íbúð eitt er tveggja herbergja íbúð sem skiptist í stofu, borðstofu, flísalagt baðherbergi með sturtuklefa, eldhús með hvítri vel með farinni innréttingu og stóru svefnherbergi með flísum á gólfi.
Íbúð tvö er tveggja herbergja og skiptist í gott alrými með stofu og eldhúsi, rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfum og flísalagt baðherbergi með fallegri innréttingu og sturtuklefa.
Samkvæmt eiganda hefur húsið fengið gott viðhald í gegnum árin. Búið er að skipta um þak járn og gler ásamt 14 ofnum.
Stórir grónir garðar eru beggja vegna hússins,
Tvöfaldur stór bílskúr, nýjar hurðir 2.50cm hæð, með góðri lofthæð er framan við húsið. Gönguhurð er í bílskúrinn á bak hlið hans.
Gólfefni hússins eru parket, flísar og teppi.
Þetta er virkilega fallegt, vel skipulagt fjölskylduhús sem býður upp á mjög mikla möguleika vegna íbúðanna tveggja á jarðhæð. Húsið er á frábærum skjólsælum stað neðarlega í Seljahverfinu þar sem stutt er í skóla, leikskóla og íþróttastarfið hjá ÍR.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Persónuleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]
www.fastgraf.is