Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali og Fasteignasalan Grafarvogi kynna: Silfursmára.Einstaklega falleg og björt tveggja herbergja íbúð með stórum svölum með svalalokun, á annari hæð í lyftuhúsi á þessum eftirsótta stað í Kópavogi, í húsi sem var byggt 2022. Að aftanverðu er hægt að ganga beint út í sameiginlegan garð sem tilheyrir íbúðakjarnanum þarna í kring.
Komið er inn í rúmgóða forstofu með forstofuskáp.
Baðherbergið er með flísum á gólfi og hluta veggja. Þar er falleg innrétting, upphengt salerni og walk in sturta. Tengi er fyrir þvottavél á baðherberginu.
Stofan er stór og björt , með útgengi út á stórar yfirbyggðar svalir.
Svefnherbergið er rúmgott með stórum fastaskaáp.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu, skápapláss er ágætt og vinnuaðstaða fín. Gott pláss er fyrir borðstofuborð á milli eldhúss og stofu.
Gólfefni eru parket og flísar.
Í sameign er stór sér geymsla sem tilheyrir íbúðinni. Tvær hjólageymslur eru í sameigninni.
Þetta er virkilega falleg eign í nýlegu húsi á einum eftirsóttasta stað borgarinnar sem vert er að skoða.
Vantar allar gerðir eigna á skrá. Fagleg og góð þjónusta.
Nánari upplýsingar veitir:
Jósep Grímsson löggiltur fasteignasali
Fasteignasalan Grafarvogi
S: 863-1126
[email protected]